McLaren P1 GTR frumsýndur í Genf

McLaren P1 GTR verður í endanlegri mynd sýndur í Genf …
McLaren P1 GTR verður í endanlegri mynd sýndur í Genf í mars.

McLaren hefur staðfest að nýr sportbíll, P1 GTR, verði frumsýndur á bílasýningunni í Genf í mars í endanlegri útgáfu. Sé hann nú þegar klár til framleiðslu.

Bíll þessi er sagður afar kraftmikill í hlutfalli við eiginþyngd sem náðst hafi að lágmarka með tækni sem nýtt hefur verið í smíði kappakstursbíla, svo og sérlegri stilltri aflrás tvinntækninnar.

P1 GTR-bíllinn er 10% léttari en sami bíll í götubílsútgáfu. Að baki á hann mörg þúsund kílómetra þróunarakstur á kappakstursbrautum í Englandi og annars staðar í Evrópu auk prófana í afar miklum lofthita í Barein og Qatar.

Hefur engu verið til sparað við þróun loftafls bílsins, straumfræði hans og aksturseiginleika.

Smíði McLaren P1 GTR hefst síðar í ár en í millitíðinni verður verðandi keppnismönnum á bílum af þessu tagi leyft að æfa sig á forsmíðiseintökunum.

Genfarsýningin stendur yfir frá 5. til 15. mars næstkomandi.


McLaren P1 GTR verður sýndur í endanlegri mynd í Genf …
McLaren P1 GTR verður sýndur í endanlegri mynd í Genf í mars.
Við þróun P1 GTR gagnaðist McLaren þekking sín úr formúlu-1.
Við þróun P1 GTR gagnaðist McLaren þekking sín úr formúlu-1.
mbl.is