Þyngdaraflinu storkað

Vauxhall-listaverkið í London.
Vauxhall-listaverkið í London.

Þyngdaraflinu er ögrað þessa dagana í London í listaverki þar sem bíll af gerðinni Vauxhall Corsa er þungamiðjan.

Listaverkið er að finna á bökkum Tempsár, skammt frá Parísarhjólinu mikla, London Eye. Nánar tiltekið á bílstæðagarði Southbank Centre.

Þeir sem leið eiga til borgarinnar ættu kannski ekki að láta þessa óvenjulegu list framhjá sér fara. Sá er galli á gjöf Njarðar að næstkomandi miðvikudag, 25. febrúar, verður innsetningin, eins og það heitir á fagmáli, tekin niður.

Í verkinu er eins og 15 metra malbikskafli verið rifið upp með ostaskera og efst í því upprúlluðu hangir bíllinn í á hvolfi 4,5 metra hæð. Hér er um að ræða sköpunarverk bresks listamanns að nafni Alex Chinneck en það hefur verið einkennandi fyrir verk hans að skora þyngdarlögmálið á hólm.

mbl.is

Bloggað um fréttina