Honda frumsýnir NSX í Genf

Honda NSX er ætlað að keppa m.a. við Ferrari og …
Honda NSX er ætlað að keppa m.a. við Ferrari og Porsche.

Honda hefur formlega staðfest að Evrópufrumsýning nýja NSX ofurbílsins muni eiga sér stað á bílasýningunni í Genf.

NSX var sýndur fyrir röskum mánuði á norður-amerísku bílasýningunni í Detroit í Bandaríkjunum.

Á sýningunni í Genf mun Honda einnig sýna lokaútgáfu Civic Type R sem er á leið í framleiðslu, alveg nýja útgáfu af Jazz og HR-V. Ennfremur verður hugmyndavetnisbíllinn FCV sýndur í Evrópu í fyrsta sinn í Genf.

Hönnun NSX bílsins gerir að verkum að hann sker sig úr. Hann er knúinn  V6-vél með tvöfaldri forþjöppu sem skilar rúmlega 550 hestöflum. Þar við bætast rafmótorar, tveir við framöxulinn og einn á þeim aftari. Níu hraða skipting með tvöfaldri kúplingu skilar framleiðslu aflrásarinnar niður í öxlana.

Honda NSX þarf aðeins fjórar sekúndur til að komast á 100 km/klst hraða úr kyrrstöðu. Meðal keppinauta eru sagðir bílar á borð við Ferrari 488 GTB, Audi R8 V10 og Porsche 911 Turbo.

Mikill kraftur býr í aflrás Honda NSX.
Mikill kraftur býr í aflrás Honda NSX.
Honda NSX er ætlað að keppa m.a. við Ferrari og …
Honda NSX er ætlað að keppa m.a. við Ferrari og Porsche.
Honda NSX er ætlað að keppa m.a. við Ferrari og …
Honda NSX er ætlað að keppa m.a. við Ferrari og Porsche.
Honda NSX vakti athygli í Detroit.
Honda NSX vakti athygli í Detroit.
mbl.is