Óvenjulegur skólaakstur

Börnin voru niðursokkin í spjaldtölvur sínar.
Börnin voru niðursokkin í spjaldtölvur sínar.

Þegar áhættuökumaðurinn Shauna Duggins ekur börnunum sínum í skólann á fjölskyldubílnum hún til að gera það með all óvenjulegum hætti.

Alla vega ef marka má myndskeiðið sem fylgir þessari frétt, en þar má sjá Duggins reykspóla og gera kúnstir á götunum sem eiga ekki heima þar alla jafnan.

Og það er heldur enginn venjulegur fjölskyldubíll sem hún brúkar dags daglega því undir húddi Toyotabílsins er að finna 550 hestafla V8-vél úr Camaro.

Margt annað hefur tekið breytingum, meðal annars bremsur bílsins. Þess vegna veitir ekki af fjögurra punkta öryggisbeltum svo vel fari um ökumenn og farþega þegar bíllinn er tekinn til kostanna. Þá er og skynsamlegt að ferðalangar skrýðist hjálmi.

Börnunum virðist fátt um aksturinn óvenjulega finnast, þeim veitist erfitt alla vega að slíta sig frá iPhone-tölvunum sínum.

Á neðra myndskeiðinu sem frétt þessarai fylgir má sjá svipmyndir frá kvikmyndatökunni.

Shauna Duggins undir stýri að keyra börn sín í skólann!
Shauna Duggins undir stýri að keyra börn sín í skólann!
mbl.is