Flaggskipið Skoda Superb stækkar á alla kanta

Hinn nýi Skoda Superb er sýndur á bílasýningunn sem hófst …
Hinn nýi Skoda Superb er sýndur á bílasýningunn sem hófst í Genf í dag. mbl.is/afp

Talsmenn Skoda segja hann besta bílinn sem runnið hefur af færiböndum bílsmiðjunnar í Mlada Boleslav í Tékklandi. Á það var lögð áhersla við frumsýningu nýs Skoda Superb í Prag.

Mikið var haft fyrir að gera athöfnina í Forum Karlínin-ráðstefnuhöllinni sem glæsilegasta. Var meðal annars teflt fram bandarísku söngkonunni Chaka Khan sem söng sál í Superb, en hún er helsta stjarna sáltónlistarinnar.

Þá tefldu hönnuðir bílsins og forsvarsmenn Skoda fram franska tískumódelinu Adriana Karembeu sem enn ber eftirnafn fyrrverandi eiginmanns síns og heimsmeistara í fótbolta þótt skilin séu að lögum fyrir mörgum árum.

Talsmenn Skoda segja að bylting felist í innri sem ytri hönnun Superb miðað við fyrri smíðisbíla fyrirtækisins. Hann sé rúmgóður og ríkulega búinn hjálpar- og öryggisbúnaði. Þægindi ökumanns og farþega hafi verið haft í fyrirrúmi í þessu nýja flaggskipi Skoda-flotans.

Hér er um að ræða þriðju kynslóð Skoda Superb og er hann byggður upp af svonefndum MQB-undirvagni Volkswagen-samsteypunnar, hinum sama og Skoda Octavia, Seat Leon, Audi TT, Audi A3, Volkswagen Golf og VW Passat hvíla á. Hið eina er að Superb er stærri bíll en allir þessir þótt nákvæm mál liggi ekki fyrir enn. Þó mun hjólhaf hans vera 7,6 sentímetrum lengra en á forveranum.

Þetta gerir það að verkum að innra rými er stærra og rúmbetra en áður. Fótarými við aftursæti hefur til að mynda stækkað um 15 sentímetra.

Kaupendur Skoda Superb í Evrópu geta valið á milli hvorki fleiri né færri en átta vélarstærða, þar af fimm bensínvéla. Þær eru á bilinu 125 til 280 hestafla og dísilvélarnar skila 120 til 190 hestöflum. Allar eru þær tengdar skiptingu með tvöfaldri kúplingu og fjórar vélarútgáfurnar verða fáanlegar með drifi á öllum fjórum hjólum.

Frá því Superb kom fyrst til skjalanna árið 2001 hafa selst af þessu flaggskipi Skoda rúmlega 700.000 eintök.

agas@mbl.is

Hinn nýi Skoda Superb er sýndur á bílasýningunn sem hófst …
Hinn nýi Skoda Superb er sýndur á bílasýningunn sem hófst í Genf í dag. mbl.is/afp
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: