Range Rover Evoque fær blæju

Blæjubíllinn Range Rover Evoque við prófanir.
Blæjubíllinn Range Rover Evoque við prófanir.

Land Rover hefur staðfest að úr smiðju þess sé von á blæjuútgáfu af hinum flotta Range Rover Evoque, svo sem fram kemur í myndskeiði sem fylgir þessari frétt.

Í því er bíllinn sagður í endanlegri framleiðsluútgáfu þótt málaður sé í felulitum. Að sögn Land Rover kemur bíllinn á götuna og í almenna sölu á næsta ári, 2016.

Myndskeiðið var tekið upp neðanjarðar, 40 metrum undir strætum London. Þar hefur hann verið tekinn í prófanir að undanförnu í 42 kílómetra göngum fyrirtækisins járnbrautafyrirtækisins Crossrail.

Bíllinn verður að öðru leyti eins og hefðbundinn  Range Rover Evoque nema bætt verður þyngd í hann hér og þar til að vega upp þakmissinn.

mbl.is