Óvenjulegt leiktæki

Wazuma GT bíllinn franski vakti athygli í Genf.
Wazuma GT bíllinn franski vakti athygli í Genf.

Franskt fyrirtæki sem framleiðir allskonar óvenjuleg og hraðskreið farartæki af smærri gerðinni mætti til leiks á bílasýninguna í Genf með óvenjulegan og opin sportbíl.

Hér er um að ræða fyrirtækið Lazareth í borginni Annecy í Austur-Frakklandi en það er kennt við stofnanda sinn, eiganda og aðal hugmyndafræðing, Ludovic Lazareth.

Gripir hans í Genf voru hver öðrum athyglisverðari en þó sýnu mest bíllinn Wazuma GT. Sá er W-laga að byggingarforminu til. Þótt fjögurra hjóla sé er eins og hann sé þriggja hjóla vegna óvenjulegs frágangs afturhjólanna. Tvöföldun þess tryggir stöðugleika sem eitt hjól hefði ekki boðið upp á.

Wazuma GT er ekki bíll fyrir annað undirlag en malbik. Og blíðviðri því á honum er ekkert þakið. En öflugur er hann því undir vélarhlífinni leynist 375 hestafla Jaguarvél. Það er yfrið nógur kraftur til að koma þessum 985 kílóa smábíl hratt á skrið.

Hafi einhverjir áhuga eintaki af þessum bíl þá fer eintakið á um 170.000 evrur, eða sem svarar um 25 milljónum króna. Því má svo bæta við að bílar Lazareth eru handsmíðaðir að öllu leyti af fjórum starfsmönnum bílsmiðju hans.

Tvöfalda afturhjólið tryggir stöðugleika Wazuma GT, ekki síst í beygjum.
Tvöfalda afturhjólið tryggir stöðugleika Wazuma GT, ekki síst í beygjum.
Tvöfalda afturhjólið tryggir stöðugleika Wazuma GT, ekki síst í beygjum.
Tvöfalda afturhjólið tryggir stöðugleika Wazuma GT, ekki síst í beygjum.
Wazuma GT er álitlegur og hraðskreiður smábíll.
Wazuma GT er álitlegur og hraðskreiður smábíll.
mbl.is