Yfir 80% aukning í bílasölu í mars

Bílasala í maí er nær tvöfalt meiri en í mars …
Bílasala í maí er nær tvöfalt meiri en í mars í fyrra. mbl.is/afp

Sala á nýjum fólksbílum í marsmánuði  jókst um 81,9% en nýskráðir  fólksbílar á þessu tímabili voru 977 bílar á móti 537 í sama mánuði 2014, sem er aukning um 81,9 bíla.

Þar af voru 456 bílaleigubílar eða 46,6 % af heildarnýskráningum fólksbíla í mánuðinum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Bílagreinasambandinu.

„Sú jákvæða þróun er fór af stað á síðasta ári heldur áfram og er jafn stígandi í sölu nýrra bíla.  Aukning er bæði í nýskráningum bíla til einstaklinga sem og bílaleigna samfara auknum ferðamanna straumi. 

Er það von Bílgreinasambandsins að þessi þróun haldi áfram svo fækka megi mengandi og óöruggum bílum í umferðinni.  Þó nokkuð er samt enn í land en Ísland er með einn elsta bílaflota í Evrópu með meðalaldur uppá 12 ár.  Í Evrópu er meðalaldur fólksbíla 8,4 ár,“ segir  Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.

mbl.is