Metverð fyrir Citroën

Citroen Traction 15/6 blæjubíllinn var smíðaður í örfáum eintökum.
Citroen Traction 15/6 blæjubíllinn var smíðaður í örfáum eintökum.

Nýtt metverð fékkst nýverið fyrir Citroënbíl á uppboði í París. Var þar um að ræða bíl frá fjórða áratug síðustu aldar.

Bíllinn nefnist fullu nafni Traction 15/6 cabriolet og eins og það gefur til kynna er um blæjubíl að ræða. Jafnframt er hér á ferðinni afbrigði af bílnum Traction Avant sem er fyrsti bíll veraldar sem knúinn var drifi á framhjólunum.

Dýri bíllinn var sleginn á 612.400 evrur, eða sem svarar um 91 milljón króna. Sló hann við Citroën SM Mylord sem seldur var í febrúar í fyrra, 2014, fyrir 548.320 evrur eða sem svarar til 81 milljónar króna. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: