Bílasýning í Heklusalnum á Ísafirði

Mitsubishi Outlander PHEV er meðal sýningarbíla á Ísafirði.
Mitsubishi Outlander PHEV er meðal sýningarbíla á Ísafirði. mbl.is/afp

Hekla er á faraldsfæti um helgina og verður með bílasýningu í Heklusalnum við Suðurgötu 9 á Ísafirði. Hófst hún á hádegi í dag og stendur til klukkan 18. Hún verður einnig í gangi á morgun frá klukkan 10 til 16.

Sýndir verða fjölskyldubílar frá Skoda og Mitsubishi. Þar á meðal verður Skoda Octavia Scout 4x4 sem er búinn mörgum kostum eins og sönnum skáta sæmir. Hann er með skynvætt fjórhjóladrif, háþróaða öryggiseiginleika og einstakt veggrip sem veitir bílstjóranum framúrskarandi stjórn á bílnum.

Á sýningunni má einnig sjá fjórhjóladrifsbíl framtíðarinnar, Mitsubishi Outlander PHEV, sem er fyrsti rafknúni fjórhjóladrifsbíllinn sem knúinn er íslenskri orku og bensíni. PHEV er umhverfisvænn og sparneytinn, lætur vel að stjórn og skilar góðu viðbragði á öllum vegum auk þess að bjóða upp á öryggisbúnað á heimsmælikvarða, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is