Tvímilljónasti Defenderinn rennur af færibandinu

Defender á sér dyggan hóp aðdáenda og eflaust margir sem …
Defender á sér dyggan hóp aðdáenda og eflaust margir sem myndu vilja eignast bíl númer 2.000.000.

Land Rover fagnaði merkilegum tímamótum á dögunum þegar tvímilljónasti Defender-jeppinn var framleiddur í verksmiðju Jaguar Land Rover í Solihull í Bretlandi.

Af þessu tilefni hefur Land Rover smíðað sérstakt úrvalseintak af Defender 90 jeppanum sem fengið hefur nafnið Defender 2.000.000.

Stórstjörnur fengnar til verksins

Við framleiðsluna var öllu tjaldað til og meira að segja fékk fræga fólkið að leggja hönd á plóg. Þannig komu sjónvarpsstjörnurnar Bear Grylls og Monty Halls að smíðinni, en þeir eru sérstakir „sendiherrar“ Land Rover-merkisins.

Meðal þess sem bíllinn skartar er kort teiknað á málmplötu á ytra byrði bílsins sem sýnir Red Wharf Bay í Wales. Sagan segir að þar hafi fyrsta skissan af Defender verið teiknuð í fjörusandinn. Þá er búið að merkja höfuðpúðana með áletruninni „2.000.000“.

Billinn verður seldur á uppboði hjá Bonhams í desember og mun ágóðinn renna til góðgerðarfélaga. ai@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: