Lada X-Ray á lokametrunum

Lokagerð Lada X-Ray.
Lokagerð Lada X-Ray.

Nýr jepplingur frá rússneska bílsmiðnum Lada er á lokametrunum en myndum af honum í endanlegri framleiðslugerð hefur verið lekið út um netið.

Um er að ræða Lada X-Ray sem verið hefur um nokkurra ára skeið á þróunar- og hönnunarstigi og meðal annars birst í tveimur hugmyndaútgáfum. Af eru horfnar skrautlegir hlutir sem oft vilja sjást á hugmyndastigi en hverfa svo af frumgerðunum áður en fjöldaframleiðsla bíla er hafin.

Fregnir herma að Lada X-Ray sé byggður upp af undirvagni Dacia Sandero Stepway, fengnum frá Renault en bílar frá rúmenska dótturfélaginu Dacia eru seldir undir merkjum Renault í Rússlandi.  
    
Undir vélarhúddinu er talið að sé 1,6 lítra og 144 hestafla Renault bensínvél sem tengd er fimm hraða handskiptum gírkassa.

Lokagerð Lada X-Ray.
Lokagerð Lada X-Ray.
mbl.is