10 bílsmiðir saksóttir

Rafeindalyklar líta sakleysislega út.
Rafeindalyklar líta sakleysislega út.

Kæra var lögð fram í alríkisdómstóli í Los Angeles í Bandaríkjunum fyrir helgi þar sem tíu stærstu bílsmiðir heims eru sakaðir um að hafa haldið leyndri hættunni á koltvísýringseitrun í bílum með lykilfrían kveikjurofa, en 13 dauðsföll munu hafa verið rakin til þessa ræsibúnaðar.

Í kærunni segir að koltvísýringur hafi myndast er ökumenn yfirgáfu bíla sína í gangi og höfðu á brott með sér rafeindalykilinn. Héldu þeir að vélin myndi drepa á sér eftir það. Kærendur segja að þetta geti leitt til meiðsla og jafnvel andláts andi viðkomandi að sér lyktarlausa gasinu, til að mynda í bílskúr við heimilið.

Kærendur segja einnig, að þessi galli í bílunum valdi því að endursöluverð þeirra lækki.

Með lykilfrírri kveikju getur ökumaður ræst bíl sinn í gang eða slökkt á honum með því að ýta á rofahnapp þegar skynjarar nema að rafeindalykilinn sé í nánd.

Hinir stefndu í máli þessu eru BMW, Mini, Daimler AG Mercedes-Benz, Fiat Chrysler, Ford Motor, General Motors, Honda vegna Acura, Hyundai, Kia, Nissan vegna Infiniti, Toyota vegna Lexus, Volkswagen og Bentley.

Í kærunni er staðhæft, að bílsmiðirnir hafi lengi vitað af hættum sem fylgja kunna lykilfríum kveikjubúnaði, sem verið hefur fáanlegur í bílum frá 2003, en engu að síður haldið því fram að bílar þeirra væru öruggir.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: