BL nálgast þrjú þúsund bíla markið

Renault Kadjar selst vel hjá BL.
Renault Kadjar selst vel hjá BL.

Bifreiðaumboðið BL seldi 2.806 nýja bíla fyrstu níu mánuði ársins, sem er um 48% aukning miðað við sama tímabil 2014. Hjá umboðinu er  gert ráð fyrir að í byrjun nóvember selji það þrjú þúsundasta bílinn í ár.

Á sama tíma og aukningin nemur 48% hjá BL óx heildarmarkaðurinn um 42%.

Í september afhentu bílaumboð landsins 885 bíla til einstaklinga og fyrirtækja, þar af 78 bílaleigum landsins. Af heildarfjölda bíla í mánuðinum afhenti BL 207 bíla, eða rúm 23% þeirra sem umboðin seldu í september, að því er fram kemur í tilkynningu frá BL.

Sem fyrr eru það einkum fjórhjóladrifnir jepplingar sem einkenna bílasöluna hjá BL og eru það aðallega gerðir frá Nissan, Hyundai og Renault sem standa upp úr í þeim efnum. Nýr fjórhjóladrifinn Hyundai Tucson var til að mynda í hópi mest seldu einstakra gerða hjá BL í september þar sem 19 bílar voru afhentir. Í kjölfar hans kom nýi jepplingurinn Renault Kadjar með 15 bíla. Söluhæsti jepplingurinn var þó sem fyrr Nissan Qashqai með 21 bíl.

Á tímabilinu frá og með janúar til og með september í ár voru 34% fleiri bílaleigubílar afhentir heldur en á sama tímabili 2014, með 5823 bíla núna á móti 4360 á síðasta ári.

Bílasala BL í september.
Bílasala BL í september.
Sala bílaumboðanna í heild í september 2015.
Sala bílaumboðanna í heild í september 2015.
Nýskráningar bílaleigubíla í ár.
Nýskráningar bílaleigubíla í ár.
mbl.is