Ford GT Le Mans hljómar kraftalega

Ford GT Le Mans reynsluekið.
Ford GT Le Mans reynsluekið.

Á þessum bíl ætlar Ford sér sigur í GT-flokki sólarhringskappakstursins í Le Mans í Frakklandi.  Hér ræðir um nýja sportbílinn Ford GT Le Mans sem er mjög langt komin í þróunarferlinu.

Ford hefur sent frá sér myndskeið frá reynsluakstri bílsins sem tekið var meðal annars í Sebring-brautinni í Michiganríki og í þróunarsetri þar sem 3,5 lítra EcoBoost V6-vélin var prófuð í sérstökkum bekk. Er hún með tvöfaldri forþjöppu.  
 
Áætlanir Ford ganga út á að bíllinn verði fullklár í kappaksturinn í Le Mans á næsta ári, 2016. Miðað við vélarhljóðin í meðfylgjandi myndskeiði ætti Ford GT Le Mans bíllinn að verða harður í horn að taka þar.

mbl.is