Gripgott mynstur og réttur þrýstingur

Mikilvægt er að dekkin séu gripgóð.
Mikilvægt er að dekkin séu gripgóð. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Nú þegar vetur nálgast er vert fyrir bílstjóra að hafa í huga nokkur atriði varðandi hjólbarða. Þar koma sér vel góð ráð frá Samgöngustofu.

„Það er mikilvægt að hjólbarðar séu góðir heilsárs- eða vetrarhjólbarðar með gripgóðu mynstri, réttum loftþrýstingi og að þeir hæfi aðstæðum.

Söluaðilum er skylt að hafa á nýjum hjólbörðum merkingar sem sýna niðurstöður staðlaðra prófana á, í fyrsta lagi eldsneytiseyðslu sem mæld er við notkun hjólbarðanna í öðru lagi veggripi í bleytu og í þriðja lagi hávaða sem stafar af þeim og mældur er í desíbelum.

Með því að tjöruhreinsa dekk reglulega yfir vetrartímann eykst veggrip þeirra mikið. Tjaran myndar hála húð á mynstri hjólbarðanna sem mikilvægt er að hreinsa af. Gæta skal þess að nota vistvæn efni við hreinsunina,“ segir á vef Samgöngustofu.

Nagladekk eru bönnuð frá 15. apríl til 31. október nema aðstæður gefi tilefni til annars. Vakin er athygli á því að á tímabilinu 1. nóvember til 14. apríl skal mynstursdýpt hjólbarða vera a.m.k. 3 millimetrar.

mbl.is