Danskur þaklaus Mini

Danskur hönnuður er yfir hönnunar- og þróunardeild Mini.
Danskur hönnuður er yfir hönnunar- og þróunardeild Mini.

Frændur vorir Danir eru kannski ekki sérdeilis þekktir á sviði bílahönnunar, en hvers vegna skyldi það ekki breytast eins og flest?

Þannig er nú mál með vexti, að Dani að nafni Anders Warming fer fyrir hönnunarteymi sem stendur á bak við hönnun og þróun nýjustu útgáfu Mini Cooper S blæjubílsins sem kemur aá götuna í mars  á næsta ári.

Það tekur aðeins 18 sekúndur að fá blæjuna upp til fulls en hana má reisa þótt bíllinn sé á ferð, allt að 30 km/klst. Í bílnum er að finna 192 hestafla fjögurra strokka bensínvél.  Hermt er að hann sé að öllu leyti rúmbetri fyrir ökumann og farþegana þrjá. Sömuleiðis hafi farangursrýmið stækkað um 45 lítra í 215.

mbl.is