Range Rover yfir pappírsbrú

Range-Rover jeppinn lét sér ekki nægja að aka yfir brúna …
Range-Rover jeppinn lét sér ekki nægja að aka yfir brúna heldur nam hann staðar nokkrar sekúndur efst á henni. Geri aðrir betur!

Þegar leitast er við að fara ótroðnar slóðir í kynningar- og markaðsstörfum er gott að hugmyndaflugið sé frjótt. Þeir kostir virtust alla vega fyrir hendi hjá þeim sem stóðu fyrir kynningu í Kína vegna 45 ára afmælis Range Rover.

Óhætt er að segja, að breska bílnum ágæta hefur verið ekið yfir marga brúna og marga hindrunina á lífstíð sinni. Þær eru allar úr steini, stáli, við og jafnvel bambus. En líklega hefur honum aldrei áður verið ekið yfir pappírsbrú, eins og í nýjustu auglýsingabrellu Range Rover, sem hitti í mark.

Til að gera afrek þetta enn eftirtektarverðara skal tekið fram, að pappírinn sem fór í brúarsmíðina var hvorki heftur saman né límdur, boltaður eða styrktur með einhverjum hætti. Blöðin voru heldur ekkert brotin neitt í þeim tilgangi að auka burð brúarinnar.

Nei, ótöldum fjölda þétt pakkaðra blaðsíðna var stakkað saman og búinn til fimm metra langur og tæplega fjögurra metra hár bogi. Þegar allur pappírinn var kominn á sinn stað ók svo kínverskur utanvegaaksturs-ökukennari Range Rover Vogue með forþjappaðri V6-vél upp á og yfir brúna, en slíkt mun aldrei hafa verið gert áður.

Álið léttir allt málið

Það hjálpar til að bíllinn er ekki eins þungur og halda mætti, þökk sé mikil notkun áls í undirvagni og yfirbyggingu. Og þótt í honum hafi verið V6-vél í stað V8 er hann hann eftir sem áður um 2,5 tonn á þyngd. Endurspeglar það svo mikla burðargetu brúarinnar.

Brú þessi var sköpunarverk bresks listamanns, Steve Messam, sem búsettur er í borginni Suzhou í Kína. Sú borg er fræg fyrir allar sínar miklu og fögru býr, manna á meðal er hún kölluð Feneyjar austursins.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: