Liðuðust um sveitir ofurfagrir

Mercedes 300SL frá árinu 1954 í skoska fornbílarallinu.
Mercedes 300SL frá árinu 1954 í skoska fornbílarallinu.

Á dögunum fór fram einstakur viðburður í skosku hálöndunum er safnað var saman 60 afar fágætum bílum víðs vegar að úr veröldinni til þátttöku í nokkurs konar fegurðarkeppni bíla. Meðal annars var ekið um gamlar rallíleiðir og brekkuklifursbrautir.

Samsöfnuðurinn í ár sem endranær er nokkurs konar saga bílaframleiðslunnar því sá elsti var frá 1904 og sá yngsti úr nútímanum.
 
Ekið var í tvo daga um ægifagrar sveitir hálandanna og meðal hinna verðmætu bíla voru einn af aðeins 10 Ferrari NART Spider sem smíðaðir voru og einnig goðsögnin Ecurie Ecosse D-Type.

Sjón er annars sögu ríkari:

mbl.is