Tvöfalt hjá BMW

BMW M4 GTS var valinn sportbíll ársins í Þýskalandi.
BMW M4 GTS var valinn sportbíll ársins í Þýskalandi.

Þýski bílsmiðurinn BMW reið feitum hesti frá árlegum sportbílaverðlaunum tímaritsins Auto Bild í Þýskalandi.
 
Þannig var BMW M4 GTS valinn sportbíll ársins 2015 í flokki fjöldaframleiddra sportbíla. Í öðru sæti í þeim flokki varð og BMW M5 30 ára afmælisbíllinn.

Í flokki fjöldaframleiddra sportjeppa varð BMW X6 M í öðru sæti og í flokki raðsmíðaðra smábíla varð BMW M135i í þriðja sæti.

Í flokki hugmyndabíla varð svo BMW 3.0 CSL Homage hlutskarpastur.
 
Það eru fyrst og fremst lesendur Auto Bild sem ráða úrslitum um verðlaunin með þátttöku í atkvæðagreiðslu. Alls hlutu 142 módel atkvæði að þessu sinni.  

BMW hefur nú af góðum árangri að státa í keppninni um sportbílatitil ársins hjá Auto Bild. Til viðbótar sigri BMW M4 GTS í ár hreppti BMW M4 Coupé hann í fyrra og BMW 435i í hitteðfyrra.

BMW 3.0 CSL Homage hugmyndabíllinn.
BMW 3.0 CSL Homage hugmyndabíllinn.
mbl.is