Holan gleypti bílinn

Bíllinn í holunni í Trujillo í Perú.
Bíllinn í holunni í Trujillo í Perú.

Holur í vegum eru hvimleitt vandamál og geta valdið tjóni á til að mynda fjöðrunarbúnaði bíla. Og svo eru holur sem myndast geta skyndilega og hreinlega gleypt bíla.

Á slíku fékk fjölskylda í borginni Trujillo í Perú að kenna. Bíll hennar nam staðar á gatnamótum eins og ekkert væri eðlilegra. En óvænt og fyrirvaralaust var sem jörðin hyrfi undan fótum hjónanna og þriggja barna þeirra.

Fimm metra breið hola myndaðist skyndilega og gleypti bílinn. Það var fjölskyldunni til happs að holan varð ekki dýpri en sem raun bar vitni - eða þrírmetrar - annars hefði getað illa farið.

„Við námum staðar eitt augnablik en áfram varð ekki ekið því jörðin gleypti okkur bókstaflega,“ segir ökumaðurinn við vefsetrið terra.com.

Vegfarendur hlupu til og  hjálpuðu fólkinu að klifra upp úr bifreiðinni og sleppa þannig úr hættunni, svo sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði:

Bíllinn í holunni í Trujillo í Perú.
Bíllinn í holunni í Trujillo í Perú.
Bíllinn í holunni í Trujillo í Perú.
Bíllinn í holunni í Trujillo í Perú.
Aðeins trjónan stóð upp úr holunni sem myndaðist í götuna …
Aðeins trjónan stóð upp úr holunni sem myndaðist í götuna í Trujillo í Perú.
mbl.is