Porsche fuðraði upp

Porsche-inn brennur í sýningarmiðstöðinni í New York.
Porsche-inn brennur í sýningarmiðstöðinni í New York.

Svo slysalega vildi til þegar verið var að tilfæra Porsche á bílasýningunni í New York á dögunum, að í bílnum kviknaði. 

Bíllinn var af gerðinni Porsche 993 og virtist sem sprenging yrði í honum. Hvað við mikill hvellur og síðan blossaði eldur upp. Hefur annars verið varist allra fregna af atvikinu og hugsanlegum orsökum þess.

Sjónarvottur lýsti atvikinu en segir að verið hafi verið að færa bílinn til er sprengingin hvað við. „Hef annars ekki hugmynd um hvað gerðist,“ sagði hann. Strax var giskað á bilun í rafkerfi bílsins, hugsanlega skammhlaup, en eldurinn kom upp aftarlega í honum. 

Álmunni sem bás Porsche var í bar lokað samstundis. Engin slys munu hafa orðið á fólki en bíllinn góði mun hafa gjöreyðilagst. Nýr kostar eintakið 150.000 dollara, eða jafnvirði tæpra 19 milljóna króna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina