Flugtak í hringtorgi

Flugferðin á torginu, bíllinn er í loftinu í efra hægra …
Flugferðin á torginu, bíllinn er í loftinu í efra hægra hroni myndarinnar.

Rúmlega tvítugur Rúmeni á yfir höfði sér kröfu um sekt fyrir skemmdir á hringtorgi og sviptingu ökuréttinda.

Forsaga málsins er sú, að maðurinn ók inn á hringtorg á mikilli ferð með þeim afleiðingum að bifreiðin skall á öryggisgirðingu þess og tókst á loft en hlammaðist síðan niður á götuna. Kom hann niður á öll fjögur hjólin og virtist halda ferðinni áfram.

Atvikið átti sér stað í bænum Braila í suðurhluta Rúmeníu. Mildi þykir að ökumaðurinn skyldi ekki slasast en hann slapp ómeiddur. Er hann sagður mega búast við kröfu um bætur fyrir skemmdir á torginu og umhverfi þess.

Sömuleiðis herma fregnir að hann megi búast við að verða sviptur ökuréttinum um tíma fyrir hraðan og ógætilegan akstur. Talið er að hann hafi sofnað undir stýri. Ganga má út frá því að hann hafi vaknað aftur við flugið og lendinguna hörðu.

mbl.is