Nýjum Tiguan vel tekið

Frá frumsýningu Tiguan hjá Heklu.
Frá frumsýningu Tiguan hjá Heklu.

Það iðaði allt af lífi í sýningarsal Volkswagen síðastliðinn laugardag þegar nýr Tiguan var frumsýndur. Höfuðstöðvar Volkswagen á Íslandi við Laugaveg voru skreyttar hátt og lágt til heiðurs nýjustu stjörnunnar í flotanum.

„Við fundum fyrir mjög miklum áhuga á nýjum Tiguan áður en við frumsýndum hann og ákveðið var að frumsýna hann á sama tíma í Reykjavík, á Akranesi, Akureyri, Reykjanesbæ og á Selfossi,“ segir Árni Þorsteinsson, sölustjóri Volkswagen í tilkynningu.

„Það var mikil ánægja með bílinn hjá frumsýningargestum sem voru spenntir að reynsluaka honum. Frumsýningin lukkaðist afar vel  og myndaðist einkar góð stemning hér á laugardaginn,“ segir Árni.

Hinn nýi Tiguan er mikið uppfærður, útlitið er sportlegt og bíllinn er hlaðinn fjölda tækninýjunga ásamt ríkulegum staðalbúnaði. Þökk sé torfærueiginleikum bílsins er hann jafn öruggur í borgarakstri sem og á vegum úti. Nýr Tiguan er hannaður með hámarksöryggi að leiðarljósi og hann hlaut nýverið fimm stjörnur í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á frumsýningunni hjá Heklu:

Frá frumsýningu Tiguan hjá Heklu. Bíllinn vakti athygli sýningargesta.
Frá frumsýningu Tiguan hjá Heklu. Bíllinn vakti athygli sýningargesta.
Frá frumsýningu Tiguan hjá Heklu. Bíllinn vakti athygli sýningargesta.
Frá frumsýningu Tiguan hjá Heklu. Bíllinn vakti athygli sýningargesta.
Frá frumsýningu Tiguan hjá Heklu. Bíllinn vakti athygli sýningargesta.
Frá frumsýningu Tiguan hjá Heklu. Bíllinn vakti athygli sýningargesta.
Frá frumsýningu Tiguan hjá Heklu. Bíllinn vakti athygli sýningargesta.
Frá frumsýningu Tiguan hjá Heklu. Bíllinn vakti athygli sýningargesta.
Frá frumsýningu Tiguan hjá Heklu. Hér er hann í R-útgáfunni.
Frá frumsýningu Tiguan hjá Heklu. Hér er hann í R-útgáfunni.
Frá frumsýningu Tiguan hjá Heklu.
Frá frumsýningu Tiguan hjá Heklu.
Bækistöðvar Heklu við Laugaveg.
Bækistöðvar Heklu við Laugaveg.
mbl.is