Tilnefndir sem „Bíll ársins 2017“

Audi Q5 var frumsýndur í París fyrir viku.
Audi Q5 var frumsýndur í París fyrir viku.

Birtur hefur verið listi yfir bíla sem tilnefndir eru til nafnbótarinnar „Bíll ársins 2017“ og eiga þýskir, suður-kóreskir og bandarískir framleiðendur þar marga góða fulltrúa.

Á listanum er að finna marga splunkunýja og spennandi bíla og eru margir bílar evrópskra bílaframleiðenda tilnefndir eins og jafnan áður. Alls eru tilnefndir 23 bílar og eru átta þeirra smíðaðir í Evrópu.

Meðal nýjustu bílanna á listanum er splunkunýr Audi Q5 sem var heimsfrumsýndur á Parísarbílasýningunni fyrir viku. Einnig Honda Civic sem verið hefur til sölu í Bandaríkjunum undanfarið og er væntanlegur á götuna í Evrópu í upphafi 2017. 

Hér á eftir fer listinn yfir bílana sem tilnefndir eru til viðurkenningarinnar „Heimsbíll ársins 2017“ og undirflokkum hennar:

    • Buick LaCrosse

    • Buick Envision
    • Chevrolet Cruze
    • Chrysler Pacifica
    • Audi A5/S5 Coupe
    • Audi Q2
    • Audi Q5
    • Volkswagen Tiguan
    • Honda Civic
    • Infiniti Q60
    • Mazda CX-9
    • Subaru Impreza
    • Toyota C-HR
    • Hyundai Elantra
    • Hyundai Genesis G80
    • Kia Cadenza
    • Kia Rio
    • Kia Sportage
    • SsangYong Tivoli/Tivoli XLV
    • Skoda Kodiaq
    • Fiat 124 Spider
    • SEAT Ateca
    •  Jaguar F-Pace

Lúxus/sportbíll ársins:

    • Cadillac CT6
    • Cadillac XT5
    • Lincoln Continental
    • Audi R8 Spyder
    • BMW 5 Series
    • Mercedes E-Class
    • Mercedes-AMG Roadster
    • Porsche 718 Boxster/Cayman
    • Honda NSX
    • Lexus LC500
    • Bentley Bentayga
    • Range Rover Evoque Convertible
    • Hyundai Genesis G90
    • Volvo S90/V90

Borgarbíll ársins:

    • BMW i3
    • Smart Brabus range
    • Smart Cabriolet
    • Citroen C3
    • Citroen E-Mehari
    • Suzuki Baleno
    • Suzuki Ignis
    • Ford Ka+

Vistbíll ársins:

    • Chevrolet Bolt
    • Chevrolet Malibu
    • Tesla Model X
    • Audi Q7 e-tron 3.0 TDI
    • BMW 740 e iPerformance
    • Mercedes GLC 350 e
    • Honda FCV Clarity
    • Toyota RAV4
    • Toyota Prius Prime tvinnbíllinn
    • Hyundai Ioniq
    • Kia Niro

Frá bás Audi á bílasýningunni í París.
Frá bás Audi á bílasýningunni í París. AFP
mbl.is