Bíll getur lagt eigandann í rúmið

Viðbjóðslegir sýklar eru algengir í bílum, ekki síst þar sem …
Viðbjóðslegir sýklar eru algengir í bílum, ekki síst þar sem matar er neytt undir stýri.

Nú til dags kvartar fólk oft undan tímaskorti sem gerir að verkum að það á það frekar til en aðrir að gera hlutina á hlaupum.

Þessi þróun hefur því miður gengið það langt að algengt er að fólk reyni að vinna tíma með því að borða, farða sig og jafnvel raka skeggið undir stýri á ferð. Þótt tími sparist með þessu eru athafnir af þessu tagi líklegri en ella til að afvegaleiða ökumenn.

Eitrun, sýkingar, uppsala

Það getur svo valdið annars konar heilsufarslegri hættu að borða undir stýri. Í breskri rannsókn kom nefnilega í ljós að viðbjóðslegir sýklar sem tengjast matareitrun, húðsýkingu og uppsölu eru algengir í bílum þar í landi. Það veldur áhyggjum því 60% breskra bílstjóra stunda það að snæða mat undir stýri.

Fundust staflaga bakteríur (bacillus cereus) og klasagerlar (staphylococcus) á svæðum í bílnum sem líklegt er að fólk snerti með berum höndum á sama tíma og það snæðir, svo sem á stýrishjólinu, gírstönginni, hurðarhúnum og svo framvegis. Því er það líklega ekki svo góð hugmynd að seðja hungrið undir stýri. agas@mbl.is

Það er ekki bara hættulegt öryggis vegna að borða undir …
Það er ekki bara hættulegt öryggis vegna að borða undir stýri. Því fylgir sóðaskapur og sýklafjöld í bílnum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: