Bílnum hlíft við stormveðrinu

Hið óvenjulega stofustáss í Flórída.
Hið óvenjulega stofustáss í Flórída.

Hræddur við glymjandi hrannir sollins sjávar fellibylsins Matthew brá bíleigandi í Flórída á það ráð að renna fák sínum inn í stofu í skjól undan aðsteðjandi rastaföllum.

Randy Jalilsup komst í fréttirnar með óvenjulegu uppátæki sínu því BMW E30 M3 bílinn sem honum þykir afar vænt um sakaði ekki er Matthew gekk yfir Flórída.

Kom það sér vel að gluggi setustofunnar var tvíbreiður og náði alveg niður að gólfi. Því var það leikur einn að aka bílnum inn í húsið. Lét maðurinn ónæðið sem af veru bílsins þar hlaust ekki raska ró sinni og beið af sér veðurhaminn. Þegar það var gengið hjá bakkaði hann bílnum aftur út á stæðið framan við húsið.

Eigi voru allir jafn heppnir og varð til að mynda talsverð eyðilegging á Daytona-kappakstursbrautinni sem er skammt þar frá. Þá stóðst stúka á annarri braut skammt frá, New Smyrna Speedway, ekki átökin í veðrinu og hrundi í heilu lagi. agas@mbl.is

Líklega vilja fæstir leggja stofu sína undir heimilisbílinn.
Líklega vilja fæstir leggja stofu sína undir heimilisbílinn.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: