Audi úr þolakstri í rafbílaformúlu

Frá keppni í rafformúlunni sem Audi ætlar að skella sér …
Frá keppni í rafformúlunni sem Audi ætlar að skella sér í af alefli.

Þýski bílaframleiðandinn Audi hefur verið einkar sigursæll í þolkappakstri á undanförnum árum, en ætlar að söðla um, hætta slíkri keppni og skella sér í rafbílaformúluna í staðinn.

Síðasti þolkappakstur Audi verður sex stunda kappakstur sem fram fer 19. nóvember næstkomandi í Barein. Verður það lokamót heimsmeistarakeppni ársins í greininni.

Sakir þessa mætir Audi ekki til leiks í sólarhringskappakstrinum í Le Mans í Frakklandi næsta sumar. Frá og með árinu 2000 hefur hann 13 sinnum hrósað sigri þar. Á sigurgöngu Audi þar var bundinn endi í fyrra, árið 2015, er Porsche sló honum við.

Porsche vann kappaksturinn aftur í ár og hefur haft nokkra yfirburði á vertíð þolakstursmanna  sem lýkur í Barein.

Audi R18 sem keppti í Le Mans
Audi R18 sem keppti í Le Mans
Audi hefur keppt með góðum árangri í þolakstri eins og …
Audi hefur keppt með góðum árangri í þolakstri eins og í Le Mans. mbl.is/afp
mbl.is