Slátrari frá Lotus

Lotus Exige Sport 380 er sprækur lítill sportbíll.
Lotus Exige Sport 380 er sprækur lítill sportbíll.

Ætla má af fregnum að litla bílsmiðjan Lotus í Norður-Englandi glími við krónískt gjaldþrot. Hafa litlar aðrar fréttir verið af fyrirtækinu.

Inn á milli sendir það hins vegar frá sér ný og sérsmíðuð bílamódel af betri gerðinni. Það nýjasta virðist jafnvel geta sagt ofursportbílum stríð á hendur. Og þrátt fyrir allar andlátsfréttirnar virðist Lotus lifa.

Lotus Exige með eftirnafninu Sport 380 er eins og hreinn kappakstursbíll þótt gerður sé til aksturs í venjulegri umferð líka. Vélin í honum er sex strokka og 3,5 lítra V-vél fengin frá Lexus. Skilar hann frá sér 375 hestöflum við 6.700 snúninga og 410 newtonmetra tog við 5.000 snúninga.

Lotus Exige er sagður ofurbílabani. Með eiginþyngd upp á aðeins 1.066 kíló er hann 26,3 kílóum léttari en forverinn, Sport 350. Hann rýkur úr kyrrstöðu og nær 100 km/klst hraða á aðeins 3,5 sekúndum. Í Bretlandi kostar eintak af nýja bílnum jafnvirði um 9,5 milljónir króna.

Allt ber sportbíl vitni í athafnarými ökumanns Lotus Exige Sport …
Allt ber sportbíl vitni í athafnarými ökumanns Lotus Exige Sport 380.
Lotus Exige Sport 380 er sprækur lítill sportbíll.
Lotus Exige Sport 380 er sprækur lítill sportbíll.
Vindskeið á afturenda límir Lotus Exige Sport 380 við götuna.
Vindskeið á afturenda límir Lotus Exige Sport 380 við götuna.
Lotus Exige Sport 380 er sprækur lítill sportbíll.
Lotus Exige Sport 380 er sprækur lítill sportbíll.
mbl.is