Stórsýning hjá Lexus

Lexus efnir til sýningar á morgun, laugardag.
Lexus efnir til sýningar á morgun, laugardag.

Á morgun, laugardaginn 20. maí, verður stórsýning hjá Lexus í Kauptúni þar sem sýndir verða glæsilegir fólksbílar og sportbílar í ýmsum útfærslum.

Þar á meðal verða nokkrir í F Sport útfærslu þar sem sportlegir eiginleikar og afgerandi hönnun Lexus fær að njóta sín til fulls, eins og segir í tilkynningu.

Opið verður hjá Lexus í Kauptúni frá kl. 12:00 – 16:00. Þar gefst  tækifæri til að reynsluaka þessum bílum í góða veðrinu. Ljúfar veitingar frá Te og kaffi verða á boðstólum.

mbl.is