Metnaðarfullt en raunhæft skref

Tesla Model S P85D.
Tesla Model S P85D. mbl.is/Golli

Ísland ætlar að ná því takmarki að grænt hlutfall nýskráðra bíla hérlendis verði 100% „í kringum 2030“ segir í skriflegu svari Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, við fyrirspurnum Morgunblaðsins.

Spurð um raunhæfni slíks skrefs svarar Þórdís að stjórnvöld telji skrefið vera metnaðarfullt en raunhæft.

Takmark íslenskra stjórnvalda vísar til takmarks stjórnvalda í Noregi um að ná grænu hlutfalli nýskráðra bíla í 100% árið 2025, en Noregur er það land sem leiðir skiptingu bílaflota yfir í rafbíla. Markaðshlutdeild rafmagns- og tvinnbíla í hópi nýskráðra bifreiða í Noregi er 34,7% á yfirstandandi ári samkvæmt tölum EAFO. Er hlutfall Íslands af sama skapi rétt rúmlega 8% eins og er.