Nesdekk býður í Toyo leik

Toyo harðskeljadekk.
Toyo harðskeljadekk.

Umboðsaðilar Toyo harðskeljadekkja segja ökumenn geta lagt sitt af mörkun til að draga úr afleiðingum svifryksmengunar.

Í tilkynningu fullyrða þeir að dekkin grípi vel í malbikið án þess þó að spæna það upp. Því mengi þau ekki andrúmsloftið. 

Nesdekk býður bíleigendum að taka þátt í leiknum „Toyo – fyrir öryggið og umhverfið“ sem fram fer á Bylgjunni. Til mikils sé að vinna því tveir heppnir þátttakendur verða dregnir út daglega og vinna umfelgun á bílinn sinn.

Aðalvinningurinn, heill umgangur af Toyo harðskeljadekkjum, verður svo dreginn út 4. nóvember næstkomandi.

mbl.is