Besti október í sögu VW

Hinn nýi Volkswagen Arteon.
Hinn nýi Volkswagen Arteon.

Mikil sigling hefur verið á Volkswagen á árinu en bílasala þýska bílsmiðsins í októbermánuði hefur aldrei verið jafnmikil og í þeim mánuði nýliðnum.

Alls seldi VW 550,900 bíla í október sem er 7,7% aukning frá fyrra ári.  Og það sem af er ári til októberloka er aukningin 3,2% miðað við 2016. Alls hafa verið nýskráðir 5,04 milljónir VW-bíla á heimsvísu frá janúarbyrjun.

Mestu munaði í þessu sambandi um 9,2% söluaukningu VW í Kína, en alls 303.800 VW-bílar voru afhentir  kínverskum kaupendum í október. Var það aukning um 26.000 eintök. Er Kína lang stærsti markaður Volkswagen.

Einnig jókst salan í Rússland, eða um 14,6% og nam 8.000 eintökum.  Aukningin var 6,3% í Bandaríkjunum og Kanada.

mbl.is