Dacia sparar eigendum fúlgur fjár

Svipur hins nýja Sandero Stepway er tilkomu- og kraftmeiri en …
Svipur hins nýja Sandero Stepway er tilkomu- og kraftmeiri en áður. Þakbogarnir gera mikið fyrir heildarsvipinn. mbl.is/Ágúst Ásgeirsson

Á þeim fimm árum sem Dacia hefur verið á markaði Bretlandi hefur bíltegundin sparað eigendum sínum um 1,5 milljarða sterlingspunda samkvæmt útreikningum breska umboðsins.

Frá 2013, þegar sala hófst á Dacia í Bretlandi hefur hefur hver og einn kaupandi einhverrar gerðar nýs Dacia þar í landi sparað sér að 13.100 pund að meðaltali á kaupunum á tímabilinu miðað við kaup á einhverri annarri nýrri bíltegund á markaðnum þar í landi.

„Allt frá því að sala á Dacia hófst í Bretlandi árið 2013 hefur söluaðilinn staðið gegn verðhækkunum eins og kostur hefur verið hverju sinni sem tilefni hefur verið til hækkana. Árangurinn er sá að litli en rúmgóði fólksbíllinn Dacia Sandero er ódýrasti nýi bíllinn sem völ er á þar í landi, kostar innan við eina milljón íslenskra króna og þá með afar fábreytnum búnaði í samræmi við þarfir kaupendahópsins sem velur nákvæmlega þá útfærslu.“ að því er segir í tilkynningu Renault-Dacia.

Það er ekki aðeins lágt verð sem kaupendur Dacia standa frammi fyrir við val á nýja bílnum heldur sýna nýlegar kannanir JATO UK að Duster, Sandero og Logan MCV hafa haft í för með sér lægsta rekstrarkostnaðinn í heild í samanburði við samkeppnisbíla sína í Bretlandi. Gögn JATO innifela upplýsingar um kostnað bíleigenda vegna þjónustuskoðana, eldsneytiskaupa, afskrifta og annarra kostnaðarliða sem fylgja rekstri heimilis- eða atvinnubíl á Bretlandseyjum á tímabilinu janúar 2013 til janúar 2018.

Fyrra myndskeiðið sem hér fylgir sýnir ódýrustu útfærslu Duster á breska markaðnum sem m.a. er boðinn með algjörum lágmarksbúnaði, svo sem engu útvarpi eða loftkælingu til að halda verðinu sem allra lægstu.

Seinna myndskeiðið er af reynsluakstri dýrustu útgáfu Sandero Stepway.

mbl.is

Bloggað um fréttina