Erlendum ferðamönnum fjölgar enn á Spáni

Sagrada Familia kirkjan í Barcelona er vinsæll áfangastaður ferðamanna
Sagrada Familia kirkjan í Barcelona er vinsæll áfangastaður ferðamanna Reuters

Útlendum ferðamönnum fjölgaði á Spáni í október og er þetta sjötti mánuðurinn í röð sem þeim fjölgar þrátt fyrir að færri Bretar og Þjóðverjar leggi leið sína til Spánar en áður. Alls komu 4,8 milljónir útlendra ferðamanna til Spánar í síðasta mánuði sem er 4,2% aukning frá sama mánuði í fyrra.

Á fyrstu tíu mánuðum ársins hafa 47,2 milljónir útlendra ferðamanna lagt leið sína til Spánar sem er 1,2% aukning milli ára. 

Ferðamönnum frá Bretlandi og Þýskalandi fækkaði um 2,2 og 1,6% en 28,3% aukning varð á fjölda ferðamanna frá Skandinavíu á milli ára. Hollendingum fjölgaði um 33,6% og Ítölum um 23,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert