Flugfreyja leggur línurnar með handfarangurinn

Flugliðar kunna að fara með handfarangur.
Flugliðar kunna að fara með handfarangur. Ljósmynd/Colourbox

Flugfreyja ráðleggur fólki að tileinka sér nokkur einföld ráð þegar kemur að handfarangri. 

„Það er oft ódýrara að ferðast bara með handfarangur og þess vegna er oft mikið mál að koma öllum handfarangrinum fyrir um borð í flugvélinni. Til þess að forðast það að gera sig að fífli þá er skynsamlegt að undirbúa sig vel áður en farið er að heiman,“ segir Kat Kalamani flugfreyja. 

„Ef þú getur ekki loftað handfarangrinum þá skaltu ekki taka hann með. Prófaðu að lyfta töskunni upp yfir höfuð. Ef þú getur það ekki þá þarftu að endurpakka í töskuna. Mörg flugfélög setja það sem skilyrði að þú getir loftað töskunni. Það er ekki hægt að ætlast til þess að aðrir geri það fyrir mann. Hvorki flugliðar né farþegar.“

„Svo er gott að skoða leiðbeiningar um hvernig er best að geyma handfarangurinn. Það stendur í flestum flugvélum en það er misjafnt hvort töskurnar eigi að liggja eða snúa upp á rönd.“

„Maður á alltaf að setja töskurnar inn með hjólin fyrst. Svo fara jakkar og kápur ofan á og minni töskur undir sætið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert