Boðið upp á að gista í leynilegu bókasafni

Horft inn í einn af krókum og kimum bókasafnsins sem …
Horft inn í einn af krókum og kimum bókasafnsins sem leynist í kirkju St. Pauls. Skjáskot/Instagram

Stundum býður gistináttarisinn Airbnb upp á fágæt tækifæri fyrir fólk að gista á sérstökum stöðum en stutt er síðan fólki var boðið að bóka gistingu í eina nótt í Home Alone-húsinu margrómaða.

Í tilefni af alþjóðlega bókadeginum gaf Airbnb fólki kost á að bóka eina nótt í bókasafni sem falið er í dómkirkju St. Pauls í Lundúnum fyrir aðeins sjö pund.

„Hið falda bókasafn St. Pauls-kirkju er algjört himnaríki fyrir bókaunnendur,“ segir Amanda Cupples, framkvæmdastjóri Airbnb í norður Evrópu.

„Hvort sem þú ert bókaormur eða áhugamaður um sagnfræði eða vilt hreinlega bara upplifa eitthvað öðruvísi í Lundúnum. Við erum svo ánægð með að geta látið draumana rætast í einni rómuðustu byggingu heims.“

Millennium-brúin yfir Thames á er rétt hjá St. Pauls-kirkju.
Millennium-brúin yfir Thames á er rétt hjá St. Pauls-kirkju. AFP
Kirkjan státar af fallegum hringstiga.
Kirkjan státar af fallegum hringstiga. Skjáskot/Instagram
Huggulegt er að dvelja í bókasafninu.
Huggulegt er að dvelja í bókasafninu. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert