Doctor Victor og Dagbjört eignuðust tvíbura

„Tvöföld vandræði!“ skrifaði Victor Guðmundsson við fyrstu myndina sem hann …
„Tvöföld vandræði!“ skrifaði Victor Guðmundsson við fyrstu myndina sem hann birti af tvíburedrengjunum. Skjáskot/Instagram

Victor Guðmundsson, læknir og tónlistarmaður, og unnusta hans, Dagbjört Gudjohnsen Guðbrandsdóttir bráðalæknir, eignuðust á dögunum tvíburadrengi. Fyrir eiga þau soninn Frosta sem er tveggja ára. 

Victor deildi gleðifregnunum í færslu á Instagram-reikningi sínum, en með færslunni birti hann mynd af sér með tvíburadrengina tvo í barnabílstólum. 

„Tvöföld vandræði! #tvíburar Stærsta útgáfan mín hingað til ...,“ skrifaði hann við myndina. 

Slær í gegn í Kína

Victor hefur verið að gera það gott í tónlistarheiminum, meðal annars í Kína, og sagði frá því nýverið í viðtali við blaðamann ferðavefs mbl.is. 

„Það sem ég hef heyrt er að þau hafa mjög gam­an af skandi­nav­íska stíln­um í tón­list­inni minni og sér­stak­lega hvernig ég blanda kín­versk­um „element­um“ við mína tónlist. Fyrsta verk­efnið sem ég gerði var ein­mitt þema­lag fyr­ir Vetr­arólymp­íu­leik­ana í Pek­ing 2022 og þá vann ég með kín­versk­um tón­list­ar­mönn­um og blandaði okk­ar stíl­um sam­an.

Seinna verk­efnið sem ég tók þátt í var að gera þema­lag fyr­ir geim­ferðaáætl­un Kína. Þar vann ég tónlist með frá­bærri kín­verskri söng­konu sem heit­ir Ner­issa Wang og ein­um þekkt­asta guzheng hljóðfæra­leik­ara Kína, henni Lucy Luan, en guzheng er kín­verskt hljóðfæri með sér­stak­an hljóm,“ sagði hann í viðtalinu.

Fjölskylduvefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka