Meat Loaf gefur út þriðju Bat Out of Hell plötuna

Kjöthleifurinn Marvin Lee Aday gefur út þriðju leðurblökuplötuna.
Kjöthleifurinn Marvin Lee Aday gefur út þriðju leðurblökuplötuna. Reuters

Gamli rokkarinn Meat Loaf gefur út Bat Out of Hell III í haust. Q Magazine setti fyrstu leðurblökuplötuna hans frá 1977 ofarlega á lista yfir ánægjulega en sakbitna laumu hlustun sem þýðir að margir dýrka plötuna í laumi þrátt fyrir að hún þyki fremur púkaleg.

Kjöthleifurinn heitir í raun Marvin Lee Aday og telur hann að fyrstu Bat Out of Hell plöturnar hafi selst í 40 til 50 milljón eintaka og á kynningu þriðju plötunnar í New York líkti hann fyrstu plötunni við Dark Side of the Moon eftir Pink Floyd og Born to Run með Bruce Springsteen og sagði að hún hefði verið meistarastykki sem kom öllum á óvart.

Nýja platan var framleidd af Desmond Child sem hefur unnið með Kiss, Bon Jovi, Aerosmith og Cher. Hann vildi að Meat Loaf dempaði sýndarmennskuna ögn og syngi meira frá hjartanu.

Meat Loaf viðurkenndi að það hefði verið erfitt takmark því hann væri fremur lokaður tilfinningalega.

Meat Loaf sem er 54 ára segist ekki vera neitt rokkskrímsli hann vill helst af öllu vera heima hjá sér að slappa af á kvöldin.

Eigi að síður hefur nýju plötunni verið lýst sem harðari og þyngri rokkplötu en hinar tvær og Meat Loaf lofar aðdáendum sínum að hann hafi ekki misst niður dampinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjármálin eru ruglingsleg og því er þetta ekki rétti dagurinn til að taka mikilvægar ákvarðanir. Gerðu ekki ráð fyrir skyndilausnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjármálin eru ruglingsleg og því er þetta ekki rétti dagurinn til að taka mikilvægar ákvarðanir. Gerðu ekki ráð fyrir skyndilausnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant