Magna hrósað fyrir frammistöðuna í nótt

Margir fylgdust með Magna í tjaldinu á Egilsstöðum í nótt.
Margir fylgdust með Magna í tjaldinu á Egilsstöðum í nótt. mynd/Austurlandið.is

Magna Ásgeirssyni var hrósað í hástert fyrir frammistöðu sína í sjónvarpsþættinum Rock Star Supernova, sem sýndur var í nótt. Magni söng lagið I Alone, úr smiðju hljómsveitarinnar Live. Hann hljóp m.a. út í áhorfendasalinn og að svæðinu þar sem Supernovu-menn sitja við góðar undirtektir áhorfenda. Allir félagarnir í Supernova voru ánægðir og Gilby Clarke sagði, að Magni hefði beitt aukakrafti.

Raunar þóttu allir söngvararnir sex standa sig vel og því verður án efa mjótt á mununum þegar úrslit verða kynnt eftir miðnættið í nótt. Magni hvatti raunar áhorfendur til að kjósa sig þar sem hann hefði lagt á sig að læra tungumál þeirra en flestir þeir sem horfa á þáttinn eru Bandaríkjamenn.

Margir Íslendingar fylgdust með þættinum í nótt á SkjáEinum og kusu Magna. Meðal annars var sérstök vaka í tjaldi á Egilsstöðum þar sem komið hafði verið fyrir stórum sjónvarpsskjá og fólk tók tölvur sínar með þannig að hægt væri að kjósa fram undir morgun. Menntaskólinn á Egilsstöðum ætlaði að gefa nemendum frí í fyrsta tíma í morgun til að jafna sig eftir vökuna.

Magni Ásgeirsson.
Magni Ásgeirsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes