Leið fundin til varnar því að smurð hlið brauðsneiðar lendi á gólfinu

Þegar brauðsneið er smurð borgar sig að þrýsta hnífnum vel …
Þegar brauðsneið er smurð borgar sig að þrýsta hnífnum vel á hana og vera snöggur. Morgunblaðið/ Þorkell

Vísindamenn sem vinna við þáttinn Mythbusters á Discovery Channel hafa nú fundið lausn á því hvimleiða vandamáli að smurð hlið brauðsneiðar lendi á gólfinu þegar maður missir hana frá sér. Hún felst í því að smyrja brauðsneiðina með réttum hætti, en hann er sá að smyrja þéttingsfast og hratt því þá myndast lægð í sneiðinni sem ver hana gegn rangri lendingu.

Gerðar voru smurbrauðstilraunir og fyrrnefnd aðferð reyndist vel, í 29 skiptum af 50 lenti brauðsneiðin á ósmurðu hliðinni. Stjórnendur Mythbusters, þeir Adam Savage og Jamie Hyneman, líkja þessu við laufblað sem fellur af grein. Fréttavefurinn Ananova segir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg