Hafa ekki sést saman í 47 daga

Jennifer Lopez og Ben Affleck eru ekki eins ástfangin og …
Jennifer Lopez og Ben Affleck eru ekki eins ástfangin og árið 2023. AFP/Michael Tran

Hollywood-hjónin Ben Affleck og Jennifer Lopez eru sögð eiga í hjónabandserfiðleikum. Hjónin áttu í ástarsambandi á árunum 2002 til 2004. Þau byrjuðu aftur saman árið 2021 og gengu í hjónaband ári seinna. Ástin hefur fölnað aftur ef marka má erlenda slúðurmiðla. 

Hvar eru þau?

Eftir að þau Bennifer, eins og parið er gjarnan nefnt, byrjaði saman sáust þau reglulega saman og létu vel hvort að öðru. Nú er sagan önnur. Í gær hafði parið ekki verið myndað saman í heila 47 daga að því fram kemur á vef People

Erfiðleikar í paradís

„Jen og Ben eiga í hjónabandserfiðleikum,“ sagði heimildarmaður Us Weekly. Vandræðin byrjuðu fyrir nokkrum mánuðum. Lopez er sögð einbeita sér mikið að vinnunni og byrjuðu erfiðleikarnir þegar hún hóf undirbúning fyrir tónleikaferðalag sitt. „Þau eru sjaldan á sömu blaðsíðunni.“

Annar heimildarmaður miðilsins segir hjónin þó ekki vera að fara hvort í sína áttina og bætir sá þriðji við að stjörnurnar séu að vinna í sínum málum. 

Ben Affleck og Jennifer Lopez bera enn giftingahringana.
Ben Affleck og Jennifer Lopez bera enn giftingahringana. AFP/Filippo MONTEFORTE

Bera hringana

Hjónin sáust með hringana á sér í Los Angeles að því fram kemur á vef E!. Ben Affleck sást keyra í Los Angeles með giftingahringinn fimmtudaginn 16. maí. Sama dag sást Lopez mæta í danssal í Los Angeles með giftingahringinn sinn. 

Sofa ekki í sama húsi

Fimmtudaginn 16. maí sást Ben Affleck yfirgefa hús í Brentwood í Los Angeles þar sem hann hefur haldið til að því fram kemur á vef TMZ. Affleck er ekki bara í húsinu á daginn þar sem hann er talinn hafa sofið í húsinu og það án Lopez. 

Ben Affleck og Jennifer Lopez.
Ben Affleck og Jennifer Lopez. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjármálin eru ruglingsleg og því er þetta ekki rétti dagurinn til að taka mikilvægar ákvarðanir. Gerðu ekki ráð fyrir skyndilausnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjármálin eru ruglingsleg og því er þetta ekki rétti dagurinn til að taka mikilvægar ákvarðanir. Gerðu ekki ráð fyrir skyndilausnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant