Kjarnorkutilraunir N-Kóreu auka smokkasölu í S-Kóreu

Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu. Reuters

Sala á smokkum hefur rokið upp í Suður-Kóreu og bókunum á svokölluð ,,ástar-mótel" hefur líka fjölgað mikið, eftir að nágrannarnir í norðri sprengdu kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Þó hefur lífið gengið sinn vanagang í S-Kóreu en svo virðist sem kynlífsiðkun hafi aukist og telja margir að Suður-Kóreumenn hafi þurft að losa um aukna streitu.

Sölutölur smokkaframleiðanda voru birtar í dagblaðinu Chosun Ilbo, en sala á dag fór úr um 1.500 smokkum í 1.900. Dagblaðið skreytti fréttina með mynd af eldflaug með smokki á.

Forstöðumaður kóreskrar kynfræðistofnunar, Seong Gyeong-won, segir ekki óvanalegt að fólk stökkvi í bólið þegar kreppuástand sé. ,,Kynlíf losar um streitu ... það er ein af tíu ástæðum þess að kynlíf er gott fyrir líkamann," segir Gyeong-won. Sky fréttavefurinn segir svo frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg