7.500 króna hamborgari á matseðli Four Seasons í Jakarta

Hefðbundinn hamborgari, þ.e. ekki með Kobe kálfakjöti og kóreskum perum.
Hefðbundinn hamborgari, þ.e. ekki með Kobe kálfakjöti og kóreskum perum. Morgunblaðið/Árni Torfason

Hótelið For Seasons í Jakarta á Indónesíu býður nú upp á heldur dýran hamborgara á matseðli sínum. Hamborgarinn kostar 110 dollara, um 7.500 krónur. Það er tvöfalt mánaðarkaup margra Indónesa. Í hamborgaranum er Kobe kálfakjöt með foie gras lifrarkæfu, portobello-sveppir og kóreskar perur. Með honum eru bornar fram hefðbundnar, franskar kartöflur.

Hamborgarinn selst þó ekki eins og heitar lummur en þó hafa selst 20 stykki í desembermánuði einum saman. Kobe kálfakjöt þykir afbragðsgott og er afar dýrt. Kálfarnir í Kobe fá sérstaka meðferð, drekka blöndu bjórs, mjólkur, bætiefna og borða gras sem ekki hefur verið úðað með skordýraeitri. Allt hráefni í hamborgarann er innflutt og er verðið afsakað með því. Reuters segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes