Jeff Who? kom, sá og sigraði

Jeff Who?
Jeff Who? mbl.is/Sverrir

Það er óhætt að segja að hljómsveitin Jeff Who? hafi komið, séð og sigrað þegar Hlustendaverðlaun FM957 voru afhent í gær við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu. Hljómsveitin átti lag ársins að mati hlustenda útvarpsstöðvarinnar, „Barfly", hún var valin nýliði árins og að endingu hljómsveit ársins. Það var því við hæfi að Jeff Who? spilaði „lag ársins" í lokin.

Annar sigurvegari kvöldsins var óneitanlega Magni . Hlustendur voru sammála um að Rock Star-tónleikar hans hefðu verið þeir bestu á árinu, Magni var einnig valinn söngvari ársins og fékk svo að auki sérstök heiðursverðlaun Gillette.

Söngkona árins var Klara úr Nylon en þær stöllu áttu líka myndband ársins, við lagið „Losing a Friend". Plata ársins var Undir þínum áhrifum með Sálinni hans Jóns míns. Þá fékk Laddi heiðursverðlaun FM957.

Dagskrá kvöldsins var stútfull af tónlistaratriðum þar sem m.a. Silvia Night og Storm komu fram. Kynnir kvöldsins var Auðunn Blöndal.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg