Fylgikvillar brjóstaaðgerðar kunna að hafa leitt Önnu Nicole til dauða

Anna Nicole og Howard K. Stern með Dannielynn í nóvember.
Anna Nicole og Howard K. Stern með Dannielynn í nóvember. Reuters

Talið er að fylgikvillar brjóstaaðgerðar kunni að hafa átt þátt í dauða Önnu Nicole Smith í síðustu viku.

Fregnir herma að hún hafi verið veikburða og þreytt í kjölfar brjóstastækkunar og aðgerða í kjölfarið, og hafi tekið að minnsta kosti tíu mismunandi tegundir af lyfjum til að draga úr kvölum af völdum aðgerðanna.

Hefur því verið haldið fram að hún hafi látist eftir að hafa tekið þunglyndislyf, Valíum, kvalastillandi og sýklalyf.

Haft hefur verið eftir læknum að hún hafi farið í brjóstastækkun of snemma eftir að hún eignaðist dótturina Dannielynn, sem er fimm mánaða.

Breska blaðið Daily Mirror hefur eftir sérfræðingi að sum þunglyndislyf geti verið hættuleg fyrir hjartað í kjölfar skurðaðgerðar, og Valíum geti valdið öndunarfærakvillum. „Ef manneskja sem ekki er vel hraust fer í skurðaðgerð og tekur lyf getur það haft fylgikvilla.“

Anna Nicole fannst látin á hótelherbergi í Hollywood á Flórída á fimmtudagskvöldið. Hún var 39 ára.

Krufning leiddi ekki í ljós mikið magn af neinum lyfjum í maga hennar, en það gæti tekið allt að mánuð að skera úr um hver dánarorsökin líklega var.

Dannielynn er nú hjá Howard K. Stern, sem var lögmaður Önnu Nicole og ástmaður, í húsinu sem hún bjó í á Bahamaeyjum. Stern er skráður faðir Dannielynn á fæðingarvottorðinu, en auk hans hafa þrír menn gert tilkall til faðernisins, og systir Önnu hefur haldið því fram að Anna hafi notað fryst sæði úr fyrrverandi eiginmanni sínum, milljarðamæringnum J. Howard Marshall, sem sé því faðir stúlkunnar.

Sá sem úrskurðaður verður faðir Dannielynn fær yfirráð yfir dánarbúi Önnu Nicole og þeim 32 milljörðum króna sem hún kann að fá í arf frá Marshall.

Við setrið sem Anna Nicole bjó í á Bahamaeyjum.
Við setrið sem Anna Nicole bjó í á Bahamaeyjum. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki einfær um að hrinda í framkvæmd þeirri áætlun, sem stendur huga þínum næst. Sígandi lukka er best og það hefur sannast á starfsferli þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki einfær um að hrinda í framkvæmd þeirri áætlun, sem stendur huga þínum næst. Sígandi lukka er best og það hefur sannast á starfsferli þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir