Amnesty International heiðrar Jennifer Lopez

Jennifer Lopez ávarpaði frumsýningargesti áður en myndin var frumsýnd í …
Jennifer Lopez ávarpaði frumsýningargesti áður en myndin var frumsýnd í gær. Reuters

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa heiðrað leikkonuna Jennifer Lopez vegna nýjustu kvikmyndar hennar sem nefnist Bordertown. Myndin gerist í mexíkóska bænum Ciudad Juarez þar sem nauðganir og hrottaleg á ungum konum hafa verið framin, og eru fjölmörg málanna óleyst.

Lopez, sem er einn framleiðanda myndarinnar, leikur rannsóknarblaðakonu sem fjallar um fjöldamorðin. Hún hlaut svokölluð „Artists for Amnesty“ verðlaun áður en að myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín í gær.

Lopez, sem er 37 ára gömul, kvaðst vera auðmjúk þegar henni voru afhent verðlaunin, en það var forsætisráðherra Austur-Tímor, Jose Ramos-Horta, sem afhenti henni verðlaunin.

Engin veit með vissu hversu mörg morð hafa verið framin í Ciudad Juarez frá því morðaldan hófst árið 1993. Amnesty segir hinsvegar að þau séu yfir 400 talsins.

Lögreglan hefur handtekin nokkra aðila vegna málsins en morðin hafa ýmis verið tengd fjöldamorðingjum, fíkniefnahringjum eða tengd heimilisofbeldi.

Þá hefur verið minnst á nokkur glæpagengi í tengslum við glæpina.

Það virðist sama þótt lögreglan lýsi yfir fögnuði í hvert sinn sem einhver er handtekinn eða dæmdur í fangelsi í tengslum við málið því ekki líður á löngu þar til nýtt morð hefur verið framið.

Að sögn Lopez er ástandið í bænum skelfilegt, truflandi og glæpur gegn mannkyninu sem hefur fengið litla sem enga umfjöllun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant