Daniel Baldwin edrú í 92 daga

Leikarinn Daniel Baldwin hefur staðist 20 lyfjapróf og verið edrú í 92 daga, að sögn lögfræðings leikarans. Þetta kom fram í réttarhöldum yfir leikaranum sem var handtekinn með kókaín í fórum sínum á síðasta ári.

Baldwin var handtekinn á hóteli í Santa Monica í apríl á síðasta ári. Var hann ákærður fyrir að hafa neytt kókaíns og að vera undir áhrifum eiturlyfja. Að sögn lögfræðings leikarans lauk Baldwin eiturlyfjameðferð fyrr í vikunni og er nú í eftirmeðferð þar sem honum er gert að mæta á fundi og hitta stuðningsfulltrúa reglulega.

Á þriðjudag neitaði Daniel Baldwin fyrir dómi sök í öðru máli þar sem hann var ákærður fyrir að hafa tekið bíl ófrjálsri hendi. Ef hann verður fundinn sekur um það brot á hann yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi.

Saksóknari ákærði Baldwin fyrir að hafa stolið bifreið frá félaga sínum, Ken Smith. Baldwin heldur því hins vegar fram að um misskilning sé að ræða en Smith hafi tilkynnt um hvarf bifreiðarinnar án þess að vita það að frændi hans hafi lánað Baldwin lyklana af bílnum.

Daniel Baldwin, sem er bróðir leikaranna Alec, Stephen og William, hefur meðal annars leikið í sjónvarpsþáttaröðinni „Homicide: Life on the Street" og kvikmyndinni „Car 54, Where Are You?"

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes