Varnarmálaráðuneyti Breta hindraði störf myndlistarmanns

Breskir hermenn í Írak.
Breskir hermenn í Írak. Reuters

Varnarmálaráðuneyti Bretlands reyndi að stjórna gjörðum breska myndlistarmannsins og Turner-verðlaunahafans Steve McQueen þegar hann var að gera myndlistarverk sem tengdust Íraksstríðinu fyrir myndlistarhátíð sem nú stendur yfir í Manchester. McQueen segir varnarmálaráðuneytið hafa gert sér erfitt fyrir og neitað honum um upplýsingar um fjölskyldur hermanna sem féllu í Írak og ekki viljað leyfa honum að ræða við þær. Embættismenn þar á bæ hafi spurt hann hvort hann gæti ekki gert landslagsmálverk í staðinn.

Verkið heitir For Queen and Country og eru frímerki unnin úr fjölskyldumyndum 100 fallinna, breskra hermanna sem voru við störf í Írak. McQueen segist hafa verið tvö ár að vinna verkið fyrir Konunglega hersafnið í Bretlandi, sem styrkti hann til þess.

98 fjölskyldur fallinna hermanna unnu með McQueen að verkinu. Forstöðumaður breska póstsins, Royal Mail, hefur neitað beiðni McQueen um að fjöldaframleiða frímerkin sem söfnunargripi til minningar um fallna hermenn. Á forsíðu Independent í dag er frímerki með mynd af hermanninum John Jones, en móðir hans veitti blaðinu heimild til að nota myndina á forsíðu.

Forsíða Independent með myndum af John Jones

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes