Eurovision-lag Ísraela fær að taka þátt í keppninni

Framlag Íslands í Eurovision á síðasta ári var nokkuð umdeilt.
Framlag Íslands í Eurovision á síðasta ári var nokkuð umdeilt. Reuters

Forsvarsmenn Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hafa ákveðið að heimila að ísraelska lagið „Push the Button" taki þátt í keppninni í ár en spurningar höfðu vaknað um það hvort þátttaka lagsins yrði heimiluð þar sem texti þess þykir vísa í kjarnorkudeiluna við Íran og ummæli Ahmadinejad Íransforseta um að þurrka eigi Ísrael út af landakortinu. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

„Það hafa allir söngvarnir verið samþykktir. Söngvarnir samræmast allir reglum keppninnar, “ sagði Svante Stockselius sem hefur eftirlit með keppninni á blaðamannafundi í morgun. Hann neitaði hins vegar að tjá sig um einstaka lög.

Áður hafði verið greint frá því að margar kvartanir hefðu borist vegna ísraelska lagsins og Kjell Ekholm, skipuleggjandi keppninnar, hafði tekið undir það opinberlega að texti lagsins væri pólitískur og óviðeigandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav